Sjón, söfn og snjór

Gaman að sjá að Sjón fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Hann hefur nú ekki alltaf verið tekinn í sátt af "almúganum". Það skrítna var að ég var með lagið Luftgítar á heilanum í gær og svo sé ég í fréttum seinna um daginn að pilturinn fékk verðlaunin. Er þetta vísbending um að ég sé "næmur"?

Kíktum með krílin á safn í gær og var verulega gaman. Börnin fengu að "flippa" út í drekalistaverki þarna. Sérstaklega sniðugt og skemmtilegt. Ég sá svo nokkur málverk sem voru verulega flott. Málarinn heitir Maja Lisa Engelhardt. Mikil Biblíuskírskotun í verkunum og eitt verkið sem heitir "Break through landscape" var alveg magnað og minnti smávegis á íslenskt landslag. Alexander vildi meina að málverkið sýndi skip að sökkva og það passaði þegar hann benti mér á það. Þar var einnig málverk eftir Johan Thomas Lundbye frá 1841 sem hafði mikil áhrif á hana Maju. Við Sólrún vorum sammála um að málverk Lundye væri verulega flott.

Í gær snjóaði og snjóaði og mynduðust þessir fínu skaflar. Ein afleiðing af þessum snjóstormi var sú að við vorum rafmagnslaus í ca. klukkutíma. Dísa og Alexander fóru út í snjóinn og voru að alveg ótrúlega lengi. Mér sýnist nú samt á öllu að hann [snjórinn] muni ekki staldra lengi við. Reyndar hef ég nú komið með svipaða spá áður sem reyndist nú ekki rætast. Varla hefur maður rangt fyrir sér tvisvar í röð, þannig að spáin stendur.

Bið að heilsa í bili,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flott hjá ykkur að kíkja á söfn og troða smá menningu í alla. Alltaf gaman að sjá eitthvað flott.
Hér er vorveður og ekkert hvítt að sjá.
Kv Munda

Vinsælar færslur